Um okkur

Staf fyrir staf er hugarfóstur Hildar, sem er stafrænn hönnuður og snillingur, en hún hefur alveg óútskýranlegan áhuga á ritföngum og skipulagi. Sumarið 2021 lögðu Hildur og eiginmaður hennar, Máni, í vegferð til að víkka út og fegra vöruúrval landans í þessum vöruflokki.
Hildur verður seint þekkt fyrir að tvínóna við hlutina og í byrjun Október fóru í loftið Facebook síða og vefverslun.

Hildur hefur í gegnum tíðina fengið orð á sig fyrir skipulagshæfni og sérvisku þegar að ritföngum kemur og á það til að dvelja í Lala-landi, fá ógrynni af (mis)góðum hugmyndum og að vera til í allskonar. .

 

 

Hildur Björg

Þó að heimurinn verði stafrænni með hverjum degi sem líður tek ég góðan, fallegan penna og blað fram yfir tölvuna eða símann. Í náminu sat ég í tímum og handskrifaði glósur með sérvalda penna og stílabækur. Þrátt fyrir að eiga fleiri en einn, og fleiri en tvo kassa fulla af bókum og ritföngum átti ég erfitt með að finna ritföng sem ég var fullkomlega ánægð með – þegar ég dett niður á gersemar hef ég mikla þörf til að deila því með mjög (mis)áhugasömum vinum og vandamönnum, en Staf fyrir Staf er betri útrás fyrir það og nýtist vonandi sem flestum sem hafa staðið í sömu sporum og ég.

Með bakgrunn í tölvunarfræði var frekar augljóst að ritföng og skipulagsvörur væru málið, en ef það var eitthvað sem ég rak mig á er það að sérþarfir mínar þegar kemur að pennum, litum, bókum og þessháttar minnkuðu ekki vitund við að vera í krefjandi námi. Box og kassar eru í einstaklega miklu uppáhaldi hjá mér, enda verða flestir hlutir að eiga sinn stað á heimilinu.